Sunday, January 31, 2010

Notorious


Notorious er mynd frá 2009. (nú heldur einhver að ég sé að ruglast, en nei, það eru nefninlega tvær myndir sem heita Notorious, ein frá ´46 en hin frá ´09. Hér verður fjallað um hina síðar nefndu.) Hún fjallar um rapparann Christopher Wallace Jr. a.k.a Biggie Smalls Jr. a.k.a Little Biggie en hann er eitt stærsta nafn hiphop heimsins. Hann er einmitt ekki ósvipaður Michael Oher nema það að hann varð sinnar eigin gæfu smiður. Jamal Woolard fer með frábæran leik í hlutverki Biggie en að mati margra getur enginn sett sig í hans hlutverk. Biggie byrjar ungur að selja eiturlyf en hann neytti þeirra ekki sjálfur. Móðir hans hafði mikinn metnað fyrir einkasyni sínum en pabba hans þekkti hann aldrei. Hann hafði áhuga á rappi og átti auðvelt með að muna texta utanað og fór svo sjálfur að skrifa texta þegar hann lenti í fangelsi fyrir sölu á eiturlyfjum.
Hann fyllti margar bækur af rapptextum og þegar hann var látinn laus fór hann að koma þessum textum í lög. Hann átti skrautlegt líf en það varð stutt því hann varð myrtur árið 1997 þá aðeins 24 ára gamall. Myndin segir þá líka sögu hiphops á þessum tíma en stuttu fyrir dauða Biggie var 2pac myrtur og héldu margir að Biggie hafi staðið að baki morðsins. Mikil ólga skapaðist þegar 2pac var myrtur og skiptist hiphop heimurinn í 2 hluta: East coast(2pac) og West coast(Biggie).
Biggie hélt því alltaf fram að hann hafi ekki drepið eða komið nálægt morðinu á 2pac og barðist hann þá fyrir því að skiptingin og haturinn sem myndaðist myndi hætta. Biggie áttaði sig á því að klíkuskiptingin myndi aldrei hverfa og byrjaði hann þá að svara niðurlægandi rapplögum 2pacs sem tileinkuð voru Biggie, stríðið var byrjað, og endaði með dauða þeirra beggja og voru þeir mikill missir í hiphop bransanum. Myndin er ágætlega gerð en ekkert meistaraverk. Þeir sem hafa áhuga á hiphopi eiga klárlega að tjékka þessa mynd.


http://www.youtube.com/watch?v=OsT8FaZnzdE <- eitt frægasta.

Blind Side


Hver kannast ekki við Michael Oher? Ekki þú? nei okei ekki ég heldur fyrr en ég sá þessa mynd. Blind Side er æskusaga ruðningskappans Michael Oher sem að er vel þekktur í íþróttinni í Bandaríkjunum. Það eru örugglega til nokkur hundruð þúsund svona sögur, um fátæk börn sem detta í lukkupottinn en það er smá twist í þessari sögu. Michael Oher átti móður sem var eiturlyfjaneytandi en hann hitta aldrei pabba sinn. Hann var hræðilegur námsmaður og var varla læs í kringum 16 ára aldur, en það var íþróttakunnátta hans sem kom honum í skóla. Skólinn tók hann inn aðeins vegna gríðarlegra hæfileika í körfubolta. Hann byrjaði svo í amerískum fótbolta þar sem hann fann sig og ákvað að þetta væri eitthvað sem hann vildi gera. Oher þótti samt vera ólíklegur til þess að skara fram úr íþróttinni vegna líkamsvaxtar hans, en hann var stórbeinóttur og óvenjulega "stór" strákur. Hann neyddist til að flytja að heiman vegna þess hve óhagsætt var að fara heim svo langa leið frá skólanum. Hann svaf á skólalóðinni fyrir utan íþróttahúsið en eitt kvöld þegar hann var á leiðinni þangað stoppar hann bíll, í honum voru Leigh Anne Tuohy og Sean Tuohy en hann er eigandi skyndibitakeðjunnar Taco Bell. Þau taka hann að sér, fæða hann og enda svo á að ættleiða hann. Þau borga fyrir hann æfingar í ruðningi og aukatíma fyrir námið. Hann var allt í einu orðin snobbaður menntaskólanemi en fyrir ári fyrr hafði hann sofið á skólalóðinni. Michael Oher varð síðan einn efnilegasti ruðningskappi Ameríku og er enn. Myndin er ágæt, þetta er ein af þessum myndum sem vinir manns segja manni frá og þeir fundu hana af tilviljun, svo horfir maður á hana á netinu. Hún inniheldur vissulega ákveðinn boðskap, en samt finnst mér hann vera svolítið brenglaður. Flestar svona myndir ,sem fjalla um heimilislausan "nobody" sem verður svo ríkur eða merkilegur, fjalla um það hvernig sá einstaklingur reif sig sjálfur upp úr svaðinu og varð sinn gæfu smiður t.d. Persuit Of Happiness en í Blind Side er þetta um "nobody" sem datt í lukkupottinn, var á réttum stað á réttum tíma og gæfunni var matað í hann. En auðvitað segir myndin frá hvítri 4 manna fjölskyldu sem tekur að sér heimilislausan svartan mann sem að á ekkert sameiginlegt með þeim, sem að er ákveðinn boðskapur og gott sýnir fordæmi.

Mamma Gó gó


Ég held að Friðrik Þór Friðriksson sé að reyna að segja sögu sem hann er hræddur við persónulega. Það eru allir hræddir við þetta.. að fá alvarlegan sjúkdóm sem gerir það að verkum að persónuleiki þinn hverfur og andleg heilsa hrakar án líkamlegra kvilla. Mér fannst hámarki "hræðslunnar" náð þegar Hilmir Snær grætur og spyr mömmu sína hvert hún væri komin. Mamma Gó gó er góð mynd sem sýnir margar hliðar raunveruleikans, sérstaklega á Íslandi. T.d. er aðalpersónan hinn týpiski tækifærissinni en sú starfsgrein var vinsæl fyrir hrun. Bíllinn er tekinn af honum og fjölskyldan í bullandi skuld. Hann tekur við boðum frá ótraustum aðilum bankabransans sem koma honum í enn verra ástand og þá sérstaklega andlega.
Aðalpersónan er leikstjóri og í byrjun myndarinnar er hann að frumsýna myndina sína, Börn náttúrunnar en sú mynd var í raun og veru tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Í Mamma Gó gó floppar myndin alveg. Það er einhver tenging á milli "Börn náttúrunnar" og "Mömmu Gógó" en ég held að hann sé að vekja fólk til umhugsunar. T.d. spyr bankastjórinn hvað hann sé að pæla, að búa til mynd um gamalt fólk, en á sama tíma sýnir Frikki hvað gamla fólkið er okkur nauðsynlegt og náið. Þetta er ágætis mynd, ekkert meistaraverk en hún lætur þig fara hugsa, og þá er takmarkinu náð, finnst mér.

Saturday, October 3, 2009

Dear Zachary


Okei, ég trúi í rauninni ekki að ég sé að blogga um þessa mynd... það er eitthvað svo tilgangslaust, því það sem ég sá á þessari mynd er ekki hægt að koma í orð. Ég veit ekki hvort ég hafi verið í mega sérstöku skapi þegar ég sá hana, en ennþá þegar ég hugsa um hana þá fæ ég gæsahúð. Aðalhlutverk myndarinnar er Andrew Bagby, en árið 2001 var sá ungi læknisnemi myrtur rétt eftir að hann hættir með "kærustunni sinni". Rétt eftir morðið flúði sú grunaða til Kanada en stuttu seinna berast þær fréttir að sú hin sama sé ófrísk eftir Andrew. Einn af fjölmörgu vinum Andrews; Kurt Kuenne byrjar að búa til þessa heimildarmynd með það í huga að gefa barni besta vinar síns þessa mynd af föður þess. Í byrjun lítur Andrew út fyrir að vera venjulegur bandaríkjamaður sem hann var í raun, nema það hve marga vini, og góða, hann hefur eignast. Þessi gaur var beisiklí besti vinur allra sem hann þekkti. Hann var fyndinn, skemmtilegur en líka einlægur og tryggur. Fram kemur seinna í myndinni að hann var svaramaður fyrir 3 - 4 vini sína og einnig kom fram að 3 - 4 aðrir höfðu það í huga að fá hann sem svaramann, pælið í vinsælum gaur. Áður en myndin byrjar útskýrir Kurt atburðarás morðsins eða sýndi öll sönnunargögn sem komin voru og öll spjót beinast að þessari kærustu hans. Á meðan Kurt ferðast um öll Bandaríkin til að safna frásögnum um vin sin Andrew þá fáum við "up-date" á máli sem foreldar Andrew hafa stefnt gegn barnsmóður Andrews til að fá forræði yfir barninu. Ótrúleg barátta forelda Andrews og ný og ótrúleg sönnunargögn svo ég tala nú ekki um fáránlega úrskurði frá dómstólum fylkja Bandaríkjanna. Myndin er ótrúlega vel gerð, myndefni er vandlega unnið og tónlist er einnig notuð af mikilli færni. Þetta er án efa ein besta heimildarmynd sem ég hef séð á ævinni! Þegar líður á myndina gerist eitt sem engan grunaði... Og nú get ég ekki skrifað meira, þú verður að sjá það sjálfur!


http://www.youtube.com/watch?v=OtyY0CXdiNo

Nacido Sin / Born without



Þessi fer sennilega í annað sætið ásamt Mommy at the hairdresser af öllum myndunum sem ég fór á. Myndin fjallar um mann frá mexico sem fæddist handalaus og er að auki dvergur. Fjallað er um José Flores og fjölskylduna hans en hún skipar 7 manns og með áttunda meðliminn á leiðinni í byrjun myndarinnar. Tekin eru viðtöl við leikara og vini sem hafa unnið náið með José, en hann sjálfur hefur fengið að spreyta sig á hvíta tjaldinu. José er af frásögn vina sinna ótrúlega skemmtilegur, hæfileikaríkur og sterk manneskja. Við fáum að sjá José við vinnu en hún felur í sér að fara úr á götu og spila á munnhörpu, fyrir almenning, á meðan hann slær taktinn með heimatilbúnu hljóðfæri sem hann spilar á með fótunum.
Í byrjun var myndin svona ... fyrir mér "menningarsjokk" eða þú veist.. hvað maður í raun hefur það gott og allskonar svoleiðis pælingar. Maður sá hvað José var í raun allir þeir hlutir sem vinir hans bentu á um hann, blíður og góður maður. Svo fáum við að kynnast konu hans sem að er nokkuð venjuleg kona u.þ.b 20 árum yngri en hann en 200 kg. þyngri. Hún hefur alið honum 6 börn og gengur með það áttunda. Læknar ráðlögðu þeim að eignast ekki fleiri börn því öll börnin voru tekin með keisaraskurði og önnur fæðing gæti reynst hættuleg.
Það var augljósir vorkunnarstraumar í bíósalnum í byrjun myndarinnar en þá kemur að því besta. Eva Norvind, leikstjóri myndarinnar, fær 10 stjörnur frá mér fyrir að ná að skella bombu slíka heimildarmynd en þegar á myndina líður fá áhorfendur að vita að kona José er í raun dóttir systur hans, en það er ekki allt, því móðir hennar, systir José, skildi dóttur sína eftir, konu José, þegar hún var lítil stúlka, og systkyni hennar. Það má mikið deila um þetta: hvort um alvöru ást var að ræða eða hvort litli handalausi dvergurinn hafi misnotað stöðu sína sem stóri-frændi. Okei þetta hljómar brútal en það má alveg pæla í þessu. ég mæli sérstaklega með þessari mynd.

Wednesday, September 30, 2009

Forrest Gump

Okei hér erum við komin með aðra mynd sem að skellir sér á toplistann hjá mér. Forrest Gump er mynd frá 1994 en hún er byggð á skáldsögu eftir Winston Groom. Myndin gerði Tom Hanks heimsfrægan og soundtrackið í myndinni varð metsölualbúm vegna hennar. Myndin varð gríðarlega vinsæl um leið og hún kom út og þénaði um 700 milljón dala bara á meðan hún var í bíóhúsum. Hún vann til fjölmargra verðlauna og er að mati margra ein þeirra uppáhaldsmynd.
Myndin er um Forrest Gump sjálfan en við sjáum hann fyrst sem saklausan ungan strák sem að er sýnilega einhverfur eða á við einhvern andlegan veikleika að stríða og er með bæklaða fætur í þokkabót sem svo lagast þegar hann fær stoðtæki á fæturnar sem seinna í myndinni brotna af í einu minnilegasta atriði myndarinnar, sem á sér stað tvisvar á mismunandi tíma, þegar Forrest hleypur undan unglingsstráka sem leggja hann í einelti. Á milli þess sem Forrest gerir ýmislegt fáránlega nett í myndinni, t.d. eins og að vinna heimsmeistaramótið í borðtennis, skokka í gegnum alla Ameríku, stofna stærsta rækjufyrirtæki Bandaríkjanna eða bara bjarga allri deildinni sinni í víetnamstríðinu með því að bera þá á bakinu, þá spinnast inn í ástarsaga sem að er í rauninni aðalatriðið í myndinni en í byrjun myndarinnar þá kynnist Forrest ungri stelpu, að nafni Jenny, sem leyfir honum að setjast hjá sér. Þessi vinskapur helst út alla myndina og Jenny eignast stórt pláss í hjarta Forrest, en stærsta plássið tekur þó móðir Forrest sem berst fyrir réttindum sonar síns til að ganga í venjulegan skóla. Einhverfa Forrest gerir honum erfitt fyrir með að skilja hluti, en mér finnst hann bara skilja þá öðruvísi. Forrest er bara saklaus og horfir öðruvísi á hlutina og gerir oftast það sem honum er sagt og hirðir frekar um aðra heldur en sjálfan sig.
Það sem mér fannst best við myndina er hvað hún var sniðug og það var ekki fyrr en ég varð .. tjahh, kannski 8 ára þegar ég fattaði að Forrest Gump var ekki til í alvörunni. Ég hélt í alvörunni að þessi gaur hefði gert þetta allt og að það væri honum að þakka að fyrirtækið Apple sé starfandi vegna hans.. bara út af þessu fíla ég þessa mynd í botn ekki bara út af því að ég var heimskur krakki, heldur líka út af því að hún er fokk es góð.

Lord of the rings

Ég er búinn að vera sitja sveittur og hugsa hver uppáhalds myndin mín sé... ég held að ég eigi mér enga uppáhaldsmynd.. en ef ég hugsa um fáránlega góðar myndir sem mér finnst skemmtilegt að horfa á þá kemur Lord of the rings upp. Lord of the rings er geðveikt ævintýraland sem meistarinn J.R.R. Tolkien (1892-1973) skrifaði. Hann byrjaði á að skrifa "The Hobbit" (1937) en á þeirri sögu byggði hann Lord of the rings sem að var skrifuð milli 1937 og 1949 einmitt á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð... (kallinn hafði greinilega eitthvað miklu betra að gera.... hahah....djók) En jæja kallinn gefur út söguna 5 árum seinna en þá í 3 bindum og það var ekki að ástæðulausu óneibbeibei hann kunni á kerfið. Sjáið til: 1 löng bók = 6000 kr. eða 3 hæfilega langar = 3500 kjell stykkið og það gera 10500. Sagan var þýdd yfir á mörg tungumál og varð ein vinsælasta og ein áhrifamesta skáldsaga 20. aldarinnar.
Sagan, eins og nafn myndarinnar gefur í ljós, fjallar um aðal-vondakall myndarinnar Sauron en hann bjó til hring til að ráða yfir öllum hinum sem menn, dvergar og álfar báru. Þessi eini hringur sem Sauron bar var miklu sterkari en allir hinir og þessa krafta ætlaði hann að nota til að taka yfir "middle earth" eða miðgarði. (Sjá má að Tolkien á sér fyrimyndir í norræna goðafræði, en hann hafði gríðarlegan áhuga á þeim sögum.) Allavega ... í stíði sem átti sér stað milli hers Saurons og hers manna og álfa þá náði konungur manna að höggva puttan af Sauron með þeim afleiðingum að hann dó og her manna og álfa höfðu sigur úr bítum. Hringinn bar konungurinn um hálsinn lengi þar til hann var drepinn.. mörgum árum seinna finnur sméagol nokkur hobbiti hringinn og lendir í "álögum" hringsins og drepur besta vin sinn og fór í útlegð þar sem hann bilast á heilsu. Önnum mörg ár líða þangað til að Sméagol týnir honum og annar hobbiti finnur hann en hann heitir Bilbo Baggins, Gandálfur kemur í heimsókn, fattar að Bilbo er með hringinn, gerir sem grein fyrir að hringnum þurfi að eyða, lætur Frodo Baggins fara í svaðilför til þess að eyða hringnum, nú vinir Frodo flækjast með honum, og við tekur labb, allar næstu tvær myndirnar, sem Peter Jackson tekst að gera svona ótrúlega vel með viðkomu á fullt af stöðum, mörgum hlutum að gerast á sama tíma og lætur áhorfandann halda einbeitingu í nálægt 3 klst.
Peter Jackson er einn færasti leikstjóri kvikmyndaheimsins en hann einmitt leikstýrði Lord of the rings, einnig er hann þekktur fyrir endurgerðina á kvikmyndinni King Kong. Pétur kallinn er fæddur 1961 og fékk svona gríðarlegan áhuga á Lord of the rings þegar hann horfði á fantasíuheim Tolkiens í sjónvarpinu, en þá var Lord of theætla rings sýnd á teiknimyndaformi. Í Bonus Scenes í Lord of the rings sá ég að þegar á tökum stóð var hann kannski að leikstýra 8 hópum í einu, en myndir er tekinn upp á stóru svæði á Nýja Sjálandi en sá staður er tilvalinn fyrir fantasíuheim Tolkiens.
Sko, eins og ég segi þá held ég að ég eigi mér enga uppáhaldsmynd en top 10 þá er lord of the rings sagan ofarlega. Það sem mér finnst crazy er bara hvernig einn maður af 6.4 milljörðum í heiminum geti búið til svona heim og svona nákvæman, en Tolkien kortlagði heiminn og bjó til tungumál sem álfarnir í myndinni tala. Ég er enginn sjúkur lord of the rings áhugamaður en ég er búinn að sjá allar myndirnar þrisvar og þá í eitt skiptið tók ég allar í röð. Ég ætla ekki að koma með neikvæða gagnrýni á myndina, það má sjálfsagt finna eitthvað, þannig að ég skil við þetta svona.