Sunday, January 31, 2010

Notorious


Notorious er mynd frá 2009. (nú heldur einhver að ég sé að ruglast, en nei, það eru nefninlega tvær myndir sem heita Notorious, ein frá ´46 en hin frá ´09. Hér verður fjallað um hina síðar nefndu.) Hún fjallar um rapparann Christopher Wallace Jr. a.k.a Biggie Smalls Jr. a.k.a Little Biggie en hann er eitt stærsta nafn hiphop heimsins. Hann er einmitt ekki ósvipaður Michael Oher nema það að hann varð sinnar eigin gæfu smiður. Jamal Woolard fer með frábæran leik í hlutverki Biggie en að mati margra getur enginn sett sig í hans hlutverk. Biggie byrjar ungur að selja eiturlyf en hann neytti þeirra ekki sjálfur. Móðir hans hafði mikinn metnað fyrir einkasyni sínum en pabba hans þekkti hann aldrei. Hann hafði áhuga á rappi og átti auðvelt með að muna texta utanað og fór svo sjálfur að skrifa texta þegar hann lenti í fangelsi fyrir sölu á eiturlyfjum.
Hann fyllti margar bækur af rapptextum og þegar hann var látinn laus fór hann að koma þessum textum í lög. Hann átti skrautlegt líf en það varð stutt því hann varð myrtur árið 1997 þá aðeins 24 ára gamall. Myndin segir þá líka sögu hiphops á þessum tíma en stuttu fyrir dauða Biggie var 2pac myrtur og héldu margir að Biggie hafi staðið að baki morðsins. Mikil ólga skapaðist þegar 2pac var myrtur og skiptist hiphop heimurinn í 2 hluta: East coast(2pac) og West coast(Biggie).
Biggie hélt því alltaf fram að hann hafi ekki drepið eða komið nálægt morðinu á 2pac og barðist hann þá fyrir því að skiptingin og haturinn sem myndaðist myndi hætta. Biggie áttaði sig á því að klíkuskiptingin myndi aldrei hverfa og byrjaði hann þá að svara niðurlægandi rapplögum 2pacs sem tileinkuð voru Biggie, stríðið var byrjað, og endaði með dauða þeirra beggja og voru þeir mikill missir í hiphop bransanum. Myndin er ágætlega gerð en ekkert meistaraverk. Þeir sem hafa áhuga á hiphopi eiga klárlega að tjékka þessa mynd.


http://www.youtube.com/watch?v=OsT8FaZnzdE <- eitt frægasta.

1 comment: