Sunday, January 31, 2010

Blind Side


Hver kannast ekki við Michael Oher? Ekki þú? nei okei ekki ég heldur fyrr en ég sá þessa mynd. Blind Side er æskusaga ruðningskappans Michael Oher sem að er vel þekktur í íþróttinni í Bandaríkjunum. Það eru örugglega til nokkur hundruð þúsund svona sögur, um fátæk börn sem detta í lukkupottinn en það er smá twist í þessari sögu. Michael Oher átti móður sem var eiturlyfjaneytandi en hann hitta aldrei pabba sinn. Hann var hræðilegur námsmaður og var varla læs í kringum 16 ára aldur, en það var íþróttakunnátta hans sem kom honum í skóla. Skólinn tók hann inn aðeins vegna gríðarlegra hæfileika í körfubolta. Hann byrjaði svo í amerískum fótbolta þar sem hann fann sig og ákvað að þetta væri eitthvað sem hann vildi gera. Oher þótti samt vera ólíklegur til þess að skara fram úr íþróttinni vegna líkamsvaxtar hans, en hann var stórbeinóttur og óvenjulega "stór" strákur. Hann neyddist til að flytja að heiman vegna þess hve óhagsætt var að fara heim svo langa leið frá skólanum. Hann svaf á skólalóðinni fyrir utan íþróttahúsið en eitt kvöld þegar hann var á leiðinni þangað stoppar hann bíll, í honum voru Leigh Anne Tuohy og Sean Tuohy en hann er eigandi skyndibitakeðjunnar Taco Bell. Þau taka hann að sér, fæða hann og enda svo á að ættleiða hann. Þau borga fyrir hann æfingar í ruðningi og aukatíma fyrir námið. Hann var allt í einu orðin snobbaður menntaskólanemi en fyrir ári fyrr hafði hann sofið á skólalóðinni. Michael Oher varð síðan einn efnilegasti ruðningskappi Ameríku og er enn. Myndin er ágæt, þetta er ein af þessum myndum sem vinir manns segja manni frá og þeir fundu hana af tilviljun, svo horfir maður á hana á netinu. Hún inniheldur vissulega ákveðinn boðskap, en samt finnst mér hann vera svolítið brenglaður. Flestar svona myndir ,sem fjalla um heimilislausan "nobody" sem verður svo ríkur eða merkilegur, fjalla um það hvernig sá einstaklingur reif sig sjálfur upp úr svaðinu og varð sinn gæfu smiður t.d. Persuit Of Happiness en í Blind Side er þetta um "nobody" sem datt í lukkupottinn, var á réttum stað á réttum tíma og gæfunni var matað í hann. En auðvitað segir myndin frá hvítri 4 manna fjölskyldu sem tekur að sér heimilislausan svartan mann sem að á ekkert sameiginlegt með þeim, sem að er ákveðinn boðskapur og gott sýnir fordæmi.

1 comment:

  1. Ég las grein um þennan gaur einhvern tímann. Í greininni er hann tekinn sem dæmi um það að raunverulegt hæfileikafólk getur orðið útundan í lífinu (maðurinn er náttúrulega náttúrutalent í ruðningi).

    5 stig.

    ReplyDelete