Sunday, January 31, 2010

Notorious


Notorious er mynd frá 2009. (nú heldur einhver að ég sé að ruglast, en nei, það eru nefninlega tvær myndir sem heita Notorious, ein frá ´46 en hin frá ´09. Hér verður fjallað um hina síðar nefndu.) Hún fjallar um rapparann Christopher Wallace Jr. a.k.a Biggie Smalls Jr. a.k.a Little Biggie en hann er eitt stærsta nafn hiphop heimsins. Hann er einmitt ekki ósvipaður Michael Oher nema það að hann varð sinnar eigin gæfu smiður. Jamal Woolard fer með frábæran leik í hlutverki Biggie en að mati margra getur enginn sett sig í hans hlutverk. Biggie byrjar ungur að selja eiturlyf en hann neytti þeirra ekki sjálfur. Móðir hans hafði mikinn metnað fyrir einkasyni sínum en pabba hans þekkti hann aldrei. Hann hafði áhuga á rappi og átti auðvelt með að muna texta utanað og fór svo sjálfur að skrifa texta þegar hann lenti í fangelsi fyrir sölu á eiturlyfjum.
Hann fyllti margar bækur af rapptextum og þegar hann var látinn laus fór hann að koma þessum textum í lög. Hann átti skrautlegt líf en það varð stutt því hann varð myrtur árið 1997 þá aðeins 24 ára gamall. Myndin segir þá líka sögu hiphops á þessum tíma en stuttu fyrir dauða Biggie var 2pac myrtur og héldu margir að Biggie hafi staðið að baki morðsins. Mikil ólga skapaðist þegar 2pac var myrtur og skiptist hiphop heimurinn í 2 hluta: East coast(2pac) og West coast(Biggie).
Biggie hélt því alltaf fram að hann hafi ekki drepið eða komið nálægt morðinu á 2pac og barðist hann þá fyrir því að skiptingin og haturinn sem myndaðist myndi hætta. Biggie áttaði sig á því að klíkuskiptingin myndi aldrei hverfa og byrjaði hann þá að svara niðurlægandi rapplögum 2pacs sem tileinkuð voru Biggie, stríðið var byrjað, og endaði með dauða þeirra beggja og voru þeir mikill missir í hiphop bransanum. Myndin er ágætlega gerð en ekkert meistaraverk. Þeir sem hafa áhuga á hiphopi eiga klárlega að tjékka þessa mynd.


http://www.youtube.com/watch?v=OsT8FaZnzdE <- eitt frægasta.

Blind Side


Hver kannast ekki við Michael Oher? Ekki þú? nei okei ekki ég heldur fyrr en ég sá þessa mynd. Blind Side er æskusaga ruðningskappans Michael Oher sem að er vel þekktur í íþróttinni í Bandaríkjunum. Það eru örugglega til nokkur hundruð þúsund svona sögur, um fátæk börn sem detta í lukkupottinn en það er smá twist í þessari sögu. Michael Oher átti móður sem var eiturlyfjaneytandi en hann hitta aldrei pabba sinn. Hann var hræðilegur námsmaður og var varla læs í kringum 16 ára aldur, en það var íþróttakunnátta hans sem kom honum í skóla. Skólinn tók hann inn aðeins vegna gríðarlegra hæfileika í körfubolta. Hann byrjaði svo í amerískum fótbolta þar sem hann fann sig og ákvað að þetta væri eitthvað sem hann vildi gera. Oher þótti samt vera ólíklegur til þess að skara fram úr íþróttinni vegna líkamsvaxtar hans, en hann var stórbeinóttur og óvenjulega "stór" strákur. Hann neyddist til að flytja að heiman vegna þess hve óhagsætt var að fara heim svo langa leið frá skólanum. Hann svaf á skólalóðinni fyrir utan íþróttahúsið en eitt kvöld þegar hann var á leiðinni þangað stoppar hann bíll, í honum voru Leigh Anne Tuohy og Sean Tuohy en hann er eigandi skyndibitakeðjunnar Taco Bell. Þau taka hann að sér, fæða hann og enda svo á að ættleiða hann. Þau borga fyrir hann æfingar í ruðningi og aukatíma fyrir námið. Hann var allt í einu orðin snobbaður menntaskólanemi en fyrir ári fyrr hafði hann sofið á skólalóðinni. Michael Oher varð síðan einn efnilegasti ruðningskappi Ameríku og er enn. Myndin er ágæt, þetta er ein af þessum myndum sem vinir manns segja manni frá og þeir fundu hana af tilviljun, svo horfir maður á hana á netinu. Hún inniheldur vissulega ákveðinn boðskap, en samt finnst mér hann vera svolítið brenglaður. Flestar svona myndir ,sem fjalla um heimilislausan "nobody" sem verður svo ríkur eða merkilegur, fjalla um það hvernig sá einstaklingur reif sig sjálfur upp úr svaðinu og varð sinn gæfu smiður t.d. Persuit Of Happiness en í Blind Side er þetta um "nobody" sem datt í lukkupottinn, var á réttum stað á réttum tíma og gæfunni var matað í hann. En auðvitað segir myndin frá hvítri 4 manna fjölskyldu sem tekur að sér heimilislausan svartan mann sem að á ekkert sameiginlegt með þeim, sem að er ákveðinn boðskapur og gott sýnir fordæmi.

Mamma Gó gó


Ég held að Friðrik Þór Friðriksson sé að reyna að segja sögu sem hann er hræddur við persónulega. Það eru allir hræddir við þetta.. að fá alvarlegan sjúkdóm sem gerir það að verkum að persónuleiki þinn hverfur og andleg heilsa hrakar án líkamlegra kvilla. Mér fannst hámarki "hræðslunnar" náð þegar Hilmir Snær grætur og spyr mömmu sína hvert hún væri komin. Mamma Gó gó er góð mynd sem sýnir margar hliðar raunveruleikans, sérstaklega á Íslandi. T.d. er aðalpersónan hinn týpiski tækifærissinni en sú starfsgrein var vinsæl fyrir hrun. Bíllinn er tekinn af honum og fjölskyldan í bullandi skuld. Hann tekur við boðum frá ótraustum aðilum bankabransans sem koma honum í enn verra ástand og þá sérstaklega andlega.
Aðalpersónan er leikstjóri og í byrjun myndarinnar er hann að frumsýna myndina sína, Börn náttúrunnar en sú mynd var í raun og veru tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Í Mamma Gó gó floppar myndin alveg. Það er einhver tenging á milli "Börn náttúrunnar" og "Mömmu Gógó" en ég held að hann sé að vekja fólk til umhugsunar. T.d. spyr bankastjórinn hvað hann sé að pæla, að búa til mynd um gamalt fólk, en á sama tíma sýnir Frikki hvað gamla fólkið er okkur nauðsynlegt og náið. Þetta er ágætis mynd, ekkert meistaraverk en hún lætur þig fara hugsa, og þá er takmarkinu náð, finnst mér.