Ég held að Friðrik Þór Friðriksson sé að reyna að segja sögu sem hann er hræddur við persónulega. Það eru allir hræddir við þetta.. að fá alvarlegan sjúkdóm sem gerir það að verkum að persónuleiki þinn hverfur og andleg heilsa hrakar án líkamlegra kvilla. Mér fannst hámarki "hræðslunnar" náð þegar Hilmir Snær grætur og spyr mömmu sína hvert hún væri komin. Mamma Gó gó er góð mynd sem sýnir margar hliðar raunveruleikans, sérstaklega á Íslandi. T.d. er aðalpersónan hinn týpiski tækifærissinni en sú starfsgrein var vinsæl fyrir hrun. Bíllinn er tekinn af honum og fjölskyldan í bullandi skuld. Hann tekur við boðum frá ótraustum aðilum bankabransans sem koma honum í enn verra ástand og þá sérstaklega andlega.
Aðalpersónan er leikstjóri og í byrjun myndarinnar er hann að frumsýna myndina sína, Börn náttúrunnar en sú mynd var í raun og veru tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Í Mamma Gó gó floppar myndin alveg. Það er einhver tenging á milli "Börn náttúrunnar" og "Mömmu Gógó" en ég held að hann sé að vekja fólk til umhugsunar. T.d. spyr bankastjórinn hvað hann sé að pæla, að búa til mynd um gamalt fólk, en á sama tíma sýnir Frikki hvað gamla fólkið er okkur nauðsynlegt og náið. Þetta er ágætis mynd, ekkert meistaraverk en hún lætur þig fara hugsa, og þá er takmarkinu náð, finnst mér.
Ágætar pælingar. 4 stig.
ReplyDelete