Saturday, October 3, 2009

Dear Zachary


Okei, ég trúi í rauninni ekki að ég sé að blogga um þessa mynd... það er eitthvað svo tilgangslaust, því það sem ég sá á þessari mynd er ekki hægt að koma í orð. Ég veit ekki hvort ég hafi verið í mega sérstöku skapi þegar ég sá hana, en ennþá þegar ég hugsa um hana þá fæ ég gæsahúð. Aðalhlutverk myndarinnar er Andrew Bagby, en árið 2001 var sá ungi læknisnemi myrtur rétt eftir að hann hættir með "kærustunni sinni". Rétt eftir morðið flúði sú grunaða til Kanada en stuttu seinna berast þær fréttir að sú hin sama sé ófrísk eftir Andrew. Einn af fjölmörgu vinum Andrews; Kurt Kuenne byrjar að búa til þessa heimildarmynd með það í huga að gefa barni besta vinar síns þessa mynd af föður þess. Í byrjun lítur Andrew út fyrir að vera venjulegur bandaríkjamaður sem hann var í raun, nema það hve marga vini, og góða, hann hefur eignast. Þessi gaur var beisiklí besti vinur allra sem hann þekkti. Hann var fyndinn, skemmtilegur en líka einlægur og tryggur. Fram kemur seinna í myndinni að hann var svaramaður fyrir 3 - 4 vini sína og einnig kom fram að 3 - 4 aðrir höfðu það í huga að fá hann sem svaramann, pælið í vinsælum gaur. Áður en myndin byrjar útskýrir Kurt atburðarás morðsins eða sýndi öll sönnunargögn sem komin voru og öll spjót beinast að þessari kærustu hans. Á meðan Kurt ferðast um öll Bandaríkin til að safna frásögnum um vin sin Andrew þá fáum við "up-date" á máli sem foreldar Andrew hafa stefnt gegn barnsmóður Andrews til að fá forræði yfir barninu. Ótrúleg barátta forelda Andrews og ný og ótrúleg sönnunargögn svo ég tala nú ekki um fáránlega úrskurði frá dómstólum fylkja Bandaríkjanna. Myndin er ótrúlega vel gerð, myndefni er vandlega unnið og tónlist er einnig notuð af mikilli færni. Þetta er án efa ein besta heimildarmynd sem ég hef séð á ævinni! Þegar líður á myndina gerist eitt sem engan grunaði... Og nú get ég ekki skrifað meira, þú verður að sjá það sjálfur!


http://www.youtube.com/watch?v=OtyY0CXdiNo

2 comments:

  1. Eins gott að þú afhjúpaðir ekki twistið...

    Mjög, mjög dramatísk mynd. Alveg hreint ansi góð. Og sjitt hvað maður fékk stundum rosalegan hnút í magann (er með hnút í maganum bara að hugsa um eitt atriði akkúrat núna).

    Foreldrar Andrews bæta samt upp mikið af ömurleikanum í myndinni, þau eru svo ótrúlega sterk og klár.

    5 stig.

    ReplyDelete
  2. Já, ég þarf að fara horfa á þessa mynd aftur, algjör mindblower!

    ReplyDelete