Í byrjun var myndin svona ... fyrir mér "menningarsjokk" eða þú veist.. hvað maður í raun hefur það gott og allskonar svoleiðis pælingar. Maður sá hvað José var í raun allir þeir hlutir sem vinir hans bentu á um hann, blíður og góður maður. Svo fáum við að kynnast konu hans sem að er nokkuð venjuleg kona u.þ.b 20 árum yngri en hann en 200 kg. þyngri. Hún hefur alið honum 6 börn og gengur með það áttunda. Læknar ráðlögðu þeim að eignast ekki fleiri börn því öll börnin voru tekin með keisaraskurði og önnur fæðing gæti reynst hættuleg.
Það var augljósir vorkunnarstraumar í bíósalnum í byrjun myndarinnar en þá kemur að því besta. Eva Norvind, leikstjóri myndarinnar, fær 10 stjörnur frá mér fyrir að ná að skella bombu slíka heimildarmynd en þegar á myndina líður fá áhorfendur að vita að kona José er í raun dóttir systur hans, en það er ekki allt, því móðir hennar, systir José, skildi dóttur sína eftir, konu José, þegar hún var lítil stúlka, og systkyni hennar. Það má mikið deila um þetta: hvort um alvöru ást var að ræða eða hvort litli handalausi dvergurinn hafi misnotað stöðu sína sem stóri-frændi. Okei þetta hljómar brútal en það má alveg pæla í þessu. ég mæli sérstaklega með þessari mynd.
Ekki spurning. Það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til þess að ímynda sér að hann hafi gengið henni nánast í föðurstað þegar mamma hennar yfirgefur hana. Og svo er hún allt í einu ólétt eftir hann, 15 ára gömul en hann rúmlega þrítugur!
ReplyDelete5 stig.