Wednesday, September 30, 2009

Forrest Gump

Okei hér erum við komin með aðra mynd sem að skellir sér á toplistann hjá mér. Forrest Gump er mynd frá 1994 en hún er byggð á skáldsögu eftir Winston Groom. Myndin gerði Tom Hanks heimsfrægan og soundtrackið í myndinni varð metsölualbúm vegna hennar. Myndin varð gríðarlega vinsæl um leið og hún kom út og þénaði um 700 milljón dala bara á meðan hún var í bíóhúsum. Hún vann til fjölmargra verðlauna og er að mati margra ein þeirra uppáhaldsmynd.
Myndin er um Forrest Gump sjálfan en við sjáum hann fyrst sem saklausan ungan strák sem að er sýnilega einhverfur eða á við einhvern andlegan veikleika að stríða og er með bæklaða fætur í þokkabót sem svo lagast þegar hann fær stoðtæki á fæturnar sem seinna í myndinni brotna af í einu minnilegasta atriði myndarinnar, sem á sér stað tvisvar á mismunandi tíma, þegar Forrest hleypur undan unglingsstráka sem leggja hann í einelti. Á milli þess sem Forrest gerir ýmislegt fáránlega nett í myndinni, t.d. eins og að vinna heimsmeistaramótið í borðtennis, skokka í gegnum alla Ameríku, stofna stærsta rækjufyrirtæki Bandaríkjanna eða bara bjarga allri deildinni sinni í víetnamstríðinu með því að bera þá á bakinu, þá spinnast inn í ástarsaga sem að er í rauninni aðalatriðið í myndinni en í byrjun myndarinnar þá kynnist Forrest ungri stelpu, að nafni Jenny, sem leyfir honum að setjast hjá sér. Þessi vinskapur helst út alla myndina og Jenny eignast stórt pláss í hjarta Forrest, en stærsta plássið tekur þó móðir Forrest sem berst fyrir réttindum sonar síns til að ganga í venjulegan skóla. Einhverfa Forrest gerir honum erfitt fyrir með að skilja hluti, en mér finnst hann bara skilja þá öðruvísi. Forrest er bara saklaus og horfir öðruvísi á hlutina og gerir oftast það sem honum er sagt og hirðir frekar um aðra heldur en sjálfan sig.
Það sem mér fannst best við myndina er hvað hún var sniðug og það var ekki fyrr en ég varð .. tjahh, kannski 8 ára þegar ég fattaði að Forrest Gump var ekki til í alvörunni. Ég hélt í alvörunni að þessi gaur hefði gert þetta allt og að það væri honum að þakka að fyrirtækið Apple sé starfandi vegna hans.. bara út af þessu fíla ég þessa mynd í botn ekki bara út af því að ég var heimskur krakki, heldur líka út af því að hún er fokk es góð.

1 comment: