Wednesday, September 30, 2009

Lord of the rings

Ég er búinn að vera sitja sveittur og hugsa hver uppáhalds myndin mín sé... ég held að ég eigi mér enga uppáhaldsmynd.. en ef ég hugsa um fáránlega góðar myndir sem mér finnst skemmtilegt að horfa á þá kemur Lord of the rings upp. Lord of the rings er geðveikt ævintýraland sem meistarinn J.R.R. Tolkien (1892-1973) skrifaði. Hann byrjaði á að skrifa "The Hobbit" (1937) en á þeirri sögu byggði hann Lord of the rings sem að var skrifuð milli 1937 og 1949 einmitt á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð... (kallinn hafði greinilega eitthvað miklu betra að gera.... hahah....djók) En jæja kallinn gefur út söguna 5 árum seinna en þá í 3 bindum og það var ekki að ástæðulausu óneibbeibei hann kunni á kerfið. Sjáið til: 1 löng bók = 6000 kr. eða 3 hæfilega langar = 3500 kjell stykkið og það gera 10500. Sagan var þýdd yfir á mörg tungumál og varð ein vinsælasta og ein áhrifamesta skáldsaga 20. aldarinnar.
Sagan, eins og nafn myndarinnar gefur í ljós, fjallar um aðal-vondakall myndarinnar Sauron en hann bjó til hring til að ráða yfir öllum hinum sem menn, dvergar og álfar báru. Þessi eini hringur sem Sauron bar var miklu sterkari en allir hinir og þessa krafta ætlaði hann að nota til að taka yfir "middle earth" eða miðgarði. (Sjá má að Tolkien á sér fyrimyndir í norræna goðafræði, en hann hafði gríðarlegan áhuga á þeim sögum.) Allavega ... í stíði sem átti sér stað milli hers Saurons og hers manna og álfa þá náði konungur manna að höggva puttan af Sauron með þeim afleiðingum að hann dó og her manna og álfa höfðu sigur úr bítum. Hringinn bar konungurinn um hálsinn lengi þar til hann var drepinn.. mörgum árum seinna finnur sméagol nokkur hobbiti hringinn og lendir í "álögum" hringsins og drepur besta vin sinn og fór í útlegð þar sem hann bilast á heilsu. Önnum mörg ár líða þangað til að Sméagol týnir honum og annar hobbiti finnur hann en hann heitir Bilbo Baggins, Gandálfur kemur í heimsókn, fattar að Bilbo er með hringinn, gerir sem grein fyrir að hringnum þurfi að eyða, lætur Frodo Baggins fara í svaðilför til þess að eyða hringnum, nú vinir Frodo flækjast með honum, og við tekur labb, allar næstu tvær myndirnar, sem Peter Jackson tekst að gera svona ótrúlega vel með viðkomu á fullt af stöðum, mörgum hlutum að gerast á sama tíma og lætur áhorfandann halda einbeitingu í nálægt 3 klst.
Peter Jackson er einn færasti leikstjóri kvikmyndaheimsins en hann einmitt leikstýrði Lord of the rings, einnig er hann þekktur fyrir endurgerðina á kvikmyndinni King Kong. Pétur kallinn er fæddur 1961 og fékk svona gríðarlegan áhuga á Lord of the rings þegar hann horfði á fantasíuheim Tolkiens í sjónvarpinu, en þá var Lord of theætla rings sýnd á teiknimyndaformi. Í Bonus Scenes í Lord of the rings sá ég að þegar á tökum stóð var hann kannski að leikstýra 8 hópum í einu, en myndir er tekinn upp á stóru svæði á Nýja Sjálandi en sá staður er tilvalinn fyrir fantasíuheim Tolkiens.
Sko, eins og ég segi þá held ég að ég eigi mér enga uppáhaldsmynd en top 10 þá er lord of the rings sagan ofarlega. Það sem mér finnst crazy er bara hvernig einn maður af 6.4 milljörðum í heiminum geti búið til svona heim og svona nákvæman, en Tolkien kortlagði heiminn og bjó til tungumál sem álfarnir í myndinni tala. Ég er enginn sjúkur lord of the rings áhugamaður en ég er búinn að sjá allar myndirnar þrisvar og þá í eitt skiptið tók ég allar í röð. Ég ætla ekki að koma með neikvæða gagnrýni á myndina, það má sjálfsagt finna eitthvað, þannig að ég skil við þetta svona.

1 comment: