Saturday, October 3, 2009

Dear Zachary


Okei, ég trúi í rauninni ekki að ég sé að blogga um þessa mynd... það er eitthvað svo tilgangslaust, því það sem ég sá á þessari mynd er ekki hægt að koma í orð. Ég veit ekki hvort ég hafi verið í mega sérstöku skapi þegar ég sá hana, en ennþá þegar ég hugsa um hana þá fæ ég gæsahúð. Aðalhlutverk myndarinnar er Andrew Bagby, en árið 2001 var sá ungi læknisnemi myrtur rétt eftir að hann hættir með "kærustunni sinni". Rétt eftir morðið flúði sú grunaða til Kanada en stuttu seinna berast þær fréttir að sú hin sama sé ófrísk eftir Andrew. Einn af fjölmörgu vinum Andrews; Kurt Kuenne byrjar að búa til þessa heimildarmynd með það í huga að gefa barni besta vinar síns þessa mynd af föður þess. Í byrjun lítur Andrew út fyrir að vera venjulegur bandaríkjamaður sem hann var í raun, nema það hve marga vini, og góða, hann hefur eignast. Þessi gaur var beisiklí besti vinur allra sem hann þekkti. Hann var fyndinn, skemmtilegur en líka einlægur og tryggur. Fram kemur seinna í myndinni að hann var svaramaður fyrir 3 - 4 vini sína og einnig kom fram að 3 - 4 aðrir höfðu það í huga að fá hann sem svaramann, pælið í vinsælum gaur. Áður en myndin byrjar útskýrir Kurt atburðarás morðsins eða sýndi öll sönnunargögn sem komin voru og öll spjót beinast að þessari kærustu hans. Á meðan Kurt ferðast um öll Bandaríkin til að safna frásögnum um vin sin Andrew þá fáum við "up-date" á máli sem foreldar Andrew hafa stefnt gegn barnsmóður Andrews til að fá forræði yfir barninu. Ótrúleg barátta forelda Andrews og ný og ótrúleg sönnunargögn svo ég tala nú ekki um fáránlega úrskurði frá dómstólum fylkja Bandaríkjanna. Myndin er ótrúlega vel gerð, myndefni er vandlega unnið og tónlist er einnig notuð af mikilli færni. Þetta er án efa ein besta heimildarmynd sem ég hef séð á ævinni! Þegar líður á myndina gerist eitt sem engan grunaði... Og nú get ég ekki skrifað meira, þú verður að sjá það sjálfur!


http://www.youtube.com/watch?v=OtyY0CXdiNo

Nacido Sin / Born without



Þessi fer sennilega í annað sætið ásamt Mommy at the hairdresser af öllum myndunum sem ég fór á. Myndin fjallar um mann frá mexico sem fæddist handalaus og er að auki dvergur. Fjallað er um José Flores og fjölskylduna hans en hún skipar 7 manns og með áttunda meðliminn á leiðinni í byrjun myndarinnar. Tekin eru viðtöl við leikara og vini sem hafa unnið náið með José, en hann sjálfur hefur fengið að spreyta sig á hvíta tjaldinu. José er af frásögn vina sinna ótrúlega skemmtilegur, hæfileikaríkur og sterk manneskja. Við fáum að sjá José við vinnu en hún felur í sér að fara úr á götu og spila á munnhörpu, fyrir almenning, á meðan hann slær taktinn með heimatilbúnu hljóðfæri sem hann spilar á með fótunum.
Í byrjun var myndin svona ... fyrir mér "menningarsjokk" eða þú veist.. hvað maður í raun hefur það gott og allskonar svoleiðis pælingar. Maður sá hvað José var í raun allir þeir hlutir sem vinir hans bentu á um hann, blíður og góður maður. Svo fáum við að kynnast konu hans sem að er nokkuð venjuleg kona u.þ.b 20 árum yngri en hann en 200 kg. þyngri. Hún hefur alið honum 6 börn og gengur með það áttunda. Læknar ráðlögðu þeim að eignast ekki fleiri börn því öll börnin voru tekin með keisaraskurði og önnur fæðing gæti reynst hættuleg.
Það var augljósir vorkunnarstraumar í bíósalnum í byrjun myndarinnar en þá kemur að því besta. Eva Norvind, leikstjóri myndarinnar, fær 10 stjörnur frá mér fyrir að ná að skella bombu slíka heimildarmynd en þegar á myndina líður fá áhorfendur að vita að kona José er í raun dóttir systur hans, en það er ekki allt, því móðir hennar, systir José, skildi dóttur sína eftir, konu José, þegar hún var lítil stúlka, og systkyni hennar. Það má mikið deila um þetta: hvort um alvöru ást var að ræða eða hvort litli handalausi dvergurinn hafi misnotað stöðu sína sem stóri-frændi. Okei þetta hljómar brútal en það má alveg pæla í þessu. ég mæli sérstaklega með þessari mynd.